Vörur

Biocare

Biocare planta (eru vinsælir þessa dagana) eru mjög vinsæl og málmlausar krónur þar á.
Við höfum einblínt á að vinna með postulín og bjóðum þess vegna ekki upp á neina plastvinnu. Þess ber þó að geta að við höfum í samstarfi við annað tannsmiðaverkstæði boðið upp á Cresco og I-bridge á planta sem er ódýrari lausn en heilpostulínssmíði og oft eina lausnin fyrir sumasjúklinga sökum mikillar rýrnunar á beini sem þarf að fylla upp með plasti. Þá höfum við séð um uppstillinguna og hitt verkstæðið gert grindina og plastað.

PFM

Hefðbundin málmkróna.

Procera

Postulín án málms, kópingur er tölvuskannaður og krónuna má líma með sömu límum og málmkrónu.

Empress

Kópingur pressaður úr postulínstöflu, hentar einnig í postulíninnlegg. Krónuna þarf að líma með plastlími.

E-MAX

Ný og sterkari kynslóð empress, nógu sterk fyrir þriggja liða framtanna brýr. Chamfer margins. Mælt með plastlími.

EMPRESS ESTHETIC VENEERES

Annað nýtt efni frá Ivoclar, tilvalið í fasettur, krónur, innlegg og onlay, má vera þynnst 0,5 mm. Einsleitt og mjög fallegt í fólk með ljósar tennur. Chamfer margins. Líma þarf skelina með plastlími.

ZIRCONIA

Enn sterkara málmlaust postulín, tölvuskannað hentar vel í jaxla og stærri brýr, axlir þurfa ekki að vera mjög djúpar, má líma með sömu límum og málmkrónur.

FELDSPAT

Skelkróna án málms, hentar vel þegar litur rótarinnar er góður og lítið pláss (Sverker stíllinn). Líma þarf skelina með plastlími.