Bakkabros breikkar brosið þitt

Velkomin á heimasíðu Bakkabros. Bakkabros sérhæfir sig í smíði postulíns tanngerfa fyrir fólk í samstarfi við tannlækna. Mikil vakning hefur orðið í þjóðfélaginu um fallegt útlit og heilbrigði tanna almennt. Þarna koma tannsmiðir oft við sögu. Við hjá Bakkabros leggjum okkur fram við að smíða postulínskrónur í nánu samstarfi við sjúklinginn sem og tannlækninn, þá er litur og form fyrirhugaðrar smíði skoðaður og ákvarðanir teknar í samvinnu við þann sem smíðað er fyrir.

Hve langan tíma tekur að smíða?

1 til 4 liðir: tíu dagar til tvær vikur
Stærri verkefni: tvær til þrjár vikur
Stórar implantabrýr og önnur eyra til eyra verkefni geta tekið lengri tíma.